Samvinna við íbúa og aðra hagsmunaaðila

Samráð og samvinna er mikilvægur hluti verkefnisins og mun gerð frumtillagna og forhönnun svæðanna byggja á samtölum, rannsóknunum og samráði.

Grunnur samráðsins og mótun framtíðarsýnar byggir á aðferðafræði sem þróuð hefur verið í gegnum verkefnið MAPS og Evrópuverkefnið Human Cities – SMOTIES. Lögð er áhersla á góða upplýsingagjöf samhliða virku samráð, þar sem almenningur getur komið athugasemdum og tillögum til hönnuða hvenær sem er á hönnunarferlinu.

Í þessu skyni verða margvíslegar leiðir farnar, því auk kynningarfunda, vinnufunda og samráðshópa verður líka notast við lifandi vefsíðu, samfélagsmiðla, spurningalista, gagnaukinn veruleika (augmented reality) og innsetningar (tactical urbanism).

Þá verður lokaniðurstaða forhönnunar kynnt með tölvumódeli og teikningum.

 

Samráðshópar

  • Póstlisti: Allir þeir sem áhuga hafa á að fá upplýsingar um framvindu verkefnisins gegnum tölvupóst eru hvattir til að skrá sig á póstlista verkefnisins í gegnum netfangið sogutorgin@gmail.com.

  • Baklandshópar: Hópur fólks með tiltekna sameiginlega hagsmuni. Hver hópur hefur sinn talsmann sem kemur sjónarmiðum hópsins á framfæri. Dæmi um baklandshóp gæti verið grunnskóli, leikskóli og aldraðir.

  • Vinnuhópar/fókusgrúppur: Þeir sem hafa mikinn áhuga á að taka virkan þátt í verkefninu er hvattir til að bjóða sig fram í þátttöku í vinnuhópum/fókusgrúppum. Stefnt er að því að hóparnir komi saman allt að 6-7 sinnum fram að næstu áramótum. Þeir sem áhuga hafa á að skrá sig í vinnuhóp/fókusgrúppu eru hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið sogutorgin@gmail.com.

Heimasíða

  • Þessi heimasíða er mikilvægur vettvangur samráðsins því á henni verður hægt fylgjast með framvindu einstakra þátta verkefnisins (sjá flipann Verkefnið) og senda inn tillögur (sjá «KOMA MEÐ TILLÖGUR).

  • Á heimasíðunni verða einnig birtir tenglar inn á spurningakannanir.

Samfélagsmiðlar

  • Facebook og Instragram
    Til að fá upplýsingar og fylgjast með framvindu – endilega fylgdu Facebook og Instagram-síðum verkefnisins.

Gagnaukinn veruleiki (augmented reality)

Í verkefninu verður gagnaukinn veruleiki nýttur en þá er stafrænum veruleika og raunveruleika blandað saman með hjálp þartilgerðs búnaðar – sem er yfirleitt símar. Tæknin býður því upp á að upplifa hugmyndir að tillögum, s.s. byggingar, tré, garða, bekki eða blóm, á staðnum gengum símann og gefa þeim einkunn.

Innsetningar (tactical urbanism)

Skalanlegt, tímabundið inngrip í umhverfi sem hægt er hrinda í framkvæmd með litlum tilkostnaði. Dæmi: Mála leiðbeiningar á gangstéttir eða staðsetja bekki og/eða færanleg gróðurker inn á torg. Með þessu móti er hægt að sjá og spá fyrir um langtímaáhrif þessara inngripa, sem aftur gefa mikilvægar upplýsingar inn í hönnunarferla.

Á þessari síðu munu birtast upplýsingar sem tengjast þátttöku íbúa sérstaklega, eftir því sem verkefninu vindur fram og gögn berast.