Brautin frá Skallagrímsgarði niður að Brákarsundi, í hjarta gamla bæjarins, spilar lykilhlutverk heildarsamenginu. Hún tengir torgin tvö og myndar mikilvægan ás. Í gamla bænum er mikið af áhugaverðum arkitektúr og sögu. Sum húsin hafa tapað sínum stíl og fegurð en enn er hægt að bjarga þeim og enduheimta glæsileika ef vilji er fyrir hendi.
Í verkefninu á að leggja til hvernig best verði fyllt í eyðurnar með góðri nýtingu og með virðingu fyrir því sem fyrir er. Ennfremur verður lögð er áhersla á heildarsamhengi og á bætta götumynd. Hlutföll og gerð bygginga, notkun, yfirborðsfrágangur, gróðurreitir, götugögn og bílastæði eru partur af forhönnuninni.

Mikil áhersla er lögð á þátttöku íbúa þar sem þeir geta deilt reynslu sinni og framtíðarsýn fyrir svæðið og tjáð sig um notkun og þarfir.

Previous
Previous

Landnámstorg/Brákartorg