Sandurinn var er eitt helsta athafna- og almennigsrými Borgarness, eins og gamlar myndir sýna. Fyrir framan Landnámssetrið er nú mikil landfylling sem á standa nýleg hús. Gamla steinbryggjan sem áður gengdi mikilvægu hlutverki í athafna- og hafnarlífi, er enn sjáanleg neðan Brákarbrautar, við brúna út í Brákarey.
Á svæðinu er útsýnið fagurt og margir möguleikar. Gamla Sláturhúsið stóð þarna lengi og var það eitt helsta kennileiti Borgarness á sínum tíma. Byggingin gekk aðeins út í sjóinn við hliðina á steinbryggjunni, þar sem nú er landfylling. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir tveimur nýjum byggingum vestan Brákarbrautar. Hugmynd er uppi um að skoða betur staðsetningu þessara bygginga og hvort það styrki ekki byggja í ásnum á Brákarbraut á svipuðum stað og gamla sláturhúsið stóð og mynda þannig torg sem gæti tekið við alskonar starfsemi. Slíkt torg gæti tengt Brákarey betur við land og verið áhugaverður áningastaður og áfangastaður í bænum. Huga þarf einnig að bílastæðum fyrir svæðið og eyjuna.
Previous
Previous
Kveldúlfstorg/Skallagrímstorg
Next
Next